Íris Erlingsdóttir
kórstjóri Karlakórs Grafarvogs
Íris Erlingsdóttir hóf söngnám í Tónlistarskólanum í Kópavogi og lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavík vorið 1989. Árið 1997 lauk hún kennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík.
Í námi sínu hefur hún notið leiðsagnar Elísabetar Erlingsdóttur, Sieglinde Kahmann og Þuríðar Pálsdóttur sem og André Orlowitz í Kaupmannahöfn.
Íris hefur tekið þátt í fjölmörgum óperu- og söngleikjauppfærslum Þjóðleikhússins. Hún hefur m.a. sungið í Grímudansleiknum og Valdi örlaganna eftir Verdi, Tosca eftir Puccini, Ævintýrum Hoffmans eftir Offenbach og Cavalleria Rusticana eftir Mascagni. Hún var formaður Þjóðleikhússkórsins um nokkurra ára skeið.
Árin 2000 til 2014 stjórnaði Íris Reykjalundarkórnum í Mosfellsbæ. Reykjalundarkórinn kom fram undir hennar stjórn á fjölmörgum tónleikum bæði hér heima og erlendis. Íris stofnaði Karlakór Grafarvogs haustið 2011 og hefur stjórnað honum síðan. Hún stjórnaði jafnframt Karlakór Rangæinga veturinn 2012 til 2013.
Um áramótin 2013/2014 stofnaði Íris kvennakórinn Söngspírurnar sem hún hefur stjórnað síðan.
Íris er söngkennari við við Listaskóla Mosfellsbæjar og sinnir auk þess einkakennslu.
©2023 Karlakór Grafarvogs - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson